Danir sigursælir í Tour of Reykjavík

10.9.2017 Hjólreiðakeppninni WOW Tour of Reykjavik 2017 er lokið. Í dag var hjólað úr Laugardal niður í miðbæ og í kringum Tjörnina um 20 km leið. Þátttakendur hjóluðu annarsvegar 20 km og hinsvegar 60 km eða þrjá 20 km hringi í dag en 125 km í gær. Meira »

Keppni hafin í 60 km í Tour of Reykjavík

10.9.2017 Keppni í 60 km leiðinni WOW Tour of Reykjavík er í fullum gangi núna á götum borgarinnar. Töluvert er um lokanir á götum með meðfylgjandi truflun á umferð á meðan keppninni stendur. Meira »

Mjótt á munum seinni keppnisdag

10.9.2017 Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík-götuhjólakeppninnar, sem fram fer í Reykjavík og nágrenni borgarinnar um helgina, hefst klukkan 8:00 frá Laugardal. Talsverð spenna er í bæði karla- og kvennaflokki sem og í liðakeppni kvenna, en sameiginlegur tími beggja daga gildir í heildarkeppninni. Meira »

Lokanir fram á hádegi á morgun

9.9.2017 Seinni keppnisdagur Tour of Reykjavík fer fram á morgun. Talsvert veður um lokanir á götum og truflanir á umferð, en þær munu eiga sér stað á milli 7:00 og 12:00. Íbúar í fjölmörgum hverfum þurfa að huga að þessum lokunum, en aðallega er um að ræða hverfi í nágrenni Laugardals og í miðbænum. Meira »

Jeppe og Michelle fyrst í mark

9.9.2017 Danirnir Jeppe Hanssing og Michelle Lauge Quaade komu fyrst í mark í WOW Tour of Reykjavík hjólreiðakeppninni í dag.   Meira »

Bein útsending

Tour of Reykjavík veldur truflunum

9.9.2017 Umferðartruflanir gætu orðið á Vesturlandsvegi og Þingvallavegi fyrir hádegi og á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi á milli klukkan 11 og 12.30. Meira »

Tour of Reykjavík hefst í dag

9.9.2017 Klukkan 8 í dag hefst keppni á fyrri degi hjólakeppninnar Tour of Reykjavík, en þetta er annað árið sem keppnin er haldin. Hjóluð er 125 kílómetra leið frá Laugardal út úr bænum, Þingvallaleið, hring á Þingvöllum og Nesjavallaleið til baka. Gert er ráð fyrir að fyrstu keppendur komi í mark um 11:30. Meira »

Truflanir á umferð vegna Tour of Reykjavík

8.9.2017 Búast má við töluverðri truflun á umferð í höfuðborginni fyrir hádegi á laugardag og sunnudag vegna hjólreiðaviðburðarins Tour of Reykjavík. Keppnin skiptist í tvær dagleiðir og verða um 1.000 keppendur ræstir frá Laugardalnum bæði á laugardag og sunnudag. Meira »

Hjólreiðar við allra hæfi um helgina

6.9.2017 Um 1.000 hjólreiðakappar munu leggja undir sig borgina og næsta nágrenni um helgina þegar Tour of Reykjavík fer fram. Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn. Í fyrra fór keppnin fram á einum degi en í ár dreifist hún á tvo daga. Meira »

Tour of Reykjavik lauk í Laugardalnum

11.9.2016 Hjólreiðaviðburðinum Tour of Reykjavik lauk um tvöleytið þegar tímatöku í 110 km vegalengdinni lauk, en fyrstu hjólreiðagarparnir voru ræstir klukkan hálfníu í morgun. Meira »

Aldrei eins umfangsmiklar lokanir

9.9.2016 „Þetta eru umfangsmestu lokanir sem að hafa komið til sögunnar og hefur mjög víðtæk áhrif á margar leiðir,“ segir Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavík fer fram á sunnudag. Vegna mótsins munu strætisvagnar ekki koma við á 166 biðstöðvum frá kl. 9.30-14. Meira »

Hjóla 128 kílómetra leið í beinni

9.9.2017 Hjólakeppnin Tour of Reykjavík hófst í morgun þegar keppendur í 128 kílómetra leið voru ræstir frá Laugardalnum.   Meira »

Brekkurnar komu Dönunum á óvart

8.9.2017 Team ACR-FBL Elite er eitt þeirra liða sem tekur þátt í hjólreiðaviðburðinum Tour of Reykjavík sem fer fram um helgina. Liðið er skipað Íslandsmeistaranum í götuhjólreiðum, Antoni Erni Elfarssyni, ásamt sjö dönskum hjólareiðaköppum, fjórum körlum og þremur konum. Meira »

Aftur á hnakkinn eftir slys

7.9.2017 Erla Sigurlaug Sigurðardóttir slasaðist alvarlega á öxl í Kia-Gullhringnum, hjólreiðakeppni sem fram fór í júlí síðastliðnum í nágrenni Laugarvatns. Nú, átta vikum síðar, er hún aftur sest á hnakkinn og getur ekki beðið eftir að þeysast um göturnar í Tour of Reykjavík sem fram fer um helgina. Meira »

WOW air og ÍBR í samstarf

4.11.2016 Á þriðjudaginn undirrituðu WOW air og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) samstarfssamning vegna íþróttaviðburða til næstu þriggja ára. Með samningnum verður WOW air opinbert flugfélag allra íþróttaviðburða ÍBR og auk þess munu þrír þeirra bera nafn flugfélagsins. Meira »

Tour of Reykjavik fer fram í dag

11.9.2016 Hjólreiðaviðburðurinn Tour of Reykjavik fer fram í fyrsta sinn í dag. Keppnin sjálf fer fram í Laugardalnum þar sem bæði verður boðið upp á að hjóla alla leið að Þingvallavatni eða styttri hringi í Laugardalnum og miðborg Reykjavíkur. Meira »

Víðtækar lokanir vegna Tour of Reykjavík

9.9.2016 Víðtækar götulokanir og truflun á umferð verða vegna Tour of Reykjavik sem fer fram á sunnudag, en þetta er í fyrsta sinn sem hjólreiðaviðburðurinn fer fram. Meira »