Samfylkingin nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkur

Samfylkingin nýtur meira fylgis en Sjálfstæðisflokkur, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á laugardag og birtir í dag. Fylgi Samfylkingarinnar mælist þar 39%, en Sjálfstæðisflokksins 37%. Framsóknarflokkurinn mælist með 10% fylgi, vinstri-grænir með rúm 11% og Frjálslyndi flokkurinn rúm 2%. Úrtakið var 600 manns, 35% aðspurðra ætluðu ekki að kjósa eða neituðu að svara.

mbl.is