D-listi og S-listi fengju bæði 7 borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðiflokkur og Samfylking fengju 7 borgarfulltrúa kjörna og Vinstri hreyfingin-grænt framboð einn ef kosið væri. Þetta er niðurstaða könnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna.

Sjálfstæðisflokkur fengi 45,6% atkvæða, samkvæmt svörum þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni, Samfylkingin fengi 40,1%, VG 8,3%, Framsóknarflokkurinn 3,7% og Frjálslyndi flokkurinn um 1,5%.

Úrtak könnunarinnar var 800 hundruð manns í Reykjavík, á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall var rúmlega 70%.

mbl.is