Áskorun um að Ragnheiður Hergeirsdóttir verði bæjarstjóraefni

Samfylkingunni í Árborg barst í dag áskorun frá Ungum jafnaðarmönnum á Suðurlandi og konum í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi, þess efnis, að bjóða Ragnheiði Hergeirsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Árborg, fram sem bæjarstjóraefni flokksins í kosningunum í vor.

Í tilkynningu segir, að stjórn Samfylkingarinnar í Árborg muni fjalla sérstaklega um erindið og þá stöðu sem pólitískur bæjastjóri geti gefið í sveitarstjórn. Slíkt sé vissulega samkomulagsatriði í meirihlutaviðræðum, en málið verði skoðað gaumgæfilega.

mbl.is