Segir hugsanlegan flugvöll á Hólmsheiði ekki á vatnsverndarsvæði

Árni Þór Sigurðsson, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík, segir á heimasíðu sinni að Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, hafi farið með ósannindi þegar hann sagði í þættinum Ísland í dag á NFS í kvöld, að flugvöllur á Hólmsheiði, skv. hugmyndum samstarfsnefndar ríkis og borgar, væri innan vatnsverndarsvæðis borgarinnar.

Árni Þór segir, að á kynningarfundi nefndarinnar með borgarfulltrúum og frambjóðendum hafi sérstaklega verið spurt um vatnsverndarmálið á Hólmsheiði og þar hafi komið skýrt fram, að nefndin hefði aldrei lagt til völl á Hólmsheiði ef það ógnaði vatnsbólum höfuðborgarbúa.

Heimasíða Árna Þórs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert