VG vill endurmeta staðsetningu og umfang nýs Landspítala

Vinstrihreyfingin-grænt framboð í Reykjavík hefur lagt fram áherslur sínar í skipulagsmálum í höfuðborginni. Segist flokkurinn skilgreina skipulagsmál sem umhverfismál og vilji að skipulagsáætlanir og samgönguáætlanir séu samtvinnaðar og unnar til langrar framtíðar með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi.

Það, sem flokkurinn segist vilja beita sér sérstaklega fyrir á næsta kjörtímabili, er eftirfarandi:

  • Strætó fái aukinn forgang á Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Hverfisgötu og Lækjargötu.
  • Strætónetið verði þétt og tíðni aukin
  • Hjólreiðabrautir verði gerðar m.a. meðfram Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Snorrabraut, Lönguhlíð, Grensásvegi og Sæbraut
  • Sundabraut verði í jarðgöngum frá Laugarnesi að Gufunesi með tengingum við Sæbraut og hafnarsvæðið og áfram á lágbrú frá Geldinganesi um Álfsnes og yfir Kollafjörð
  • Brýr fyrir gangandi og hjólandi umferð auk almenningsvagna tengi saman Grafarvogshverfin og Laugardalshverfin
  • Staðsetning og umfang nýs Landspítala verði endurmetin
  • Listaháskólinn verði byggður upp við Sölvhólsgötu/Skúlagötu
  • Lækjartorg glætt lífi – héraðsdómi fundinn nýr staður
  • Ósnortnar strandlengjur verði verndaðar
  • Skerjabraut tengi Vatnsmýri við suður-sveitarfélögin
  • Miklabraut verði lögð í stokk milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar
  • Reykjavíkurflugvelli verði fundinn staður í austurjaðri höfuðborgarinnar með góðum tengingum við Suðurlandsveg, Reykjanesbraut og Vesturlandsveg
  • Vatnsmýrin verði skipulögð sem vistvænt hverfi með grænum geirum, lágreistri en þéttri byggð íbúða, skóla og þjónustu og umhverfisvænum samgöngum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert