Ný könnun um afstöðu til Sundabrautar

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs lét kanna hvaða umferðarmannvirki í Reykjavík væri kjósendum efst í huga fyrir þessar kosningar. Einnig hvort Sundabraut ætti að vera einföld eða tvöföld alla leið upp á Kjalarnes.

Niðurstaðan varð sú, að yfir helmingur kjósenda, eða 50,2%, telja Sundabraut mikilvægustu samgöngubótina á næsta kjörtímabili. 66% Grafarvogsbúa og Kjalnesinga velja Sundabraut.

Þá vilja 85,1% Reykvíkinga Sundabrautina tvöfalda alla leið, en ekki einfalda. 92% Grafarvogbúa og Kjalnesinga vilja Sundabraut tvöfalda alla leið.

961 íbúi í Reykjavík svaraði. Sjá könnun Gallup í heild hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert