Stúdentar fagna samstöðu um að leggja ekki bílastæðagjöld við skóla

Stúdentaráð Háskóla Íslands fagnar yfirlýsingum sem hafa komið frá fulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og Framsóknar um að engin áform séu hjá þeim um að leggja á bílastæðagjöld við háskóla og framhaldsskóla. Stúdentaráð er ánægt með þá þverpólitísku samstöðu allra flokka, sem hefur myndast um málið, að því er segir í yfirlýsingu.

„Í ályktun Stúdentaráðs 17. maí síðastliðinn lýsti Stúdentaráð sig mótfallið upptöku bílastæðagjalda og benti á aðrar leiðir sem væri vel til þess fallnar að bæta samgöngur borgarinnar. Þær eru að huga vel að skipulagi borgarinnar og þétta byggð. Auðvelda gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki að komast leiðar sinnar. Standa myndarlega að almenningssamgöngum, t.d. með því að veita stúdentum afslátt eða gera þær gjaldfrjálsar. Einnig er nauðsynlegt að fjölga Stúdentaíbúðum í nágrenni háskólans," að því er segir í yfirlýsingu stúdenta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert