Sjálfstæðismenn fengju 6 fulltrúa í Kópavogi samkvæmt könnun Fréttablaðsins

Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta í Kópavogi með 49,9 prósenta fylgi og sex bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkur fær 9,7 prósent í könnuninni. Það er rúmum átján prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkur fengi því einn mann kjörinn nú.

Vinstri grænir fengju nú fulltrúa kjörinn, samkvæmt könnuninni, en 9,2 prósent segjast myndu kjósa listann. 31,2 prósent segjast myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því þrjá fulltrúa kjörna, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

mbl.is