Allir flokkar vilja Miklubraut í stokk

Öll framboðin til borgarstjórnar í Reykjavík taka undir kröfu Íbúasamtaka 3. hverfis í Reykjavík um að setja Miklubraut í yfirbyggðan stokk. Stjórn samtakanna sendi framboðunum til borgarstjórnarkosninganna spurningar er varða málefni hverfisins nýlega og þykir stjórninni ljóst af svörum þeirra að sátt er um þetta helsta hagsmunamál íbúanna þó svo að útfærslurnar séu mismunandi.

Að sögn Hilmars Sigurðssonar, formanns íbúasamtakanna, aðhyllast flest framboðin mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í andstöðu við vilja íbúanna, en stjórn Íbúasamtaka 3. hverfis hefur tekið afstöðu gegn slíkri framkvæmd, þar sem hún muni að mati íbúa auka enn á umferðarvandann á Miklubraut og öðrum gatnamótum í hverfinu, í stað þess að leysa hann. Samtökin hafa lagt á það áherslu að horft verði til framtíðar við lausn umferðarvandans í hverfinu og hafa lagt til að Miklabraut verði lögð í stokk í gegnum allt hverfið að Snorrabraut og útfærslan á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði miðuð við þá lausn.

Frekari upplýsingar um svör framboðanna má sjá á heimasíðu Íbúasamtaka 3. hverfis, www.hlidar.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »