D-listi með meirihluta samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn fær meirihluta borgarfulltrúa í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS, sem birt var í dag. Flokkurinn fær 47,2% og átta borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni.

Samfylkingin fær 25,6% og fjóra fulltrúa, Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 13,7% og tvo fulltrúa, Frjálslyndi flokkurinn 8,5% og 1 fulltrúa og Framsóknarflokkurinn rúm 5% og engan fulltrúa.

Fram kom að Framsóknarflokkurinn þarf ekki að bæta við sig miklu fylgi til að ná einum borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks.

Könnunin var gerð 22.-24. maí og var úrtakið 1200 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert