„Viljum borg með mannlífi"

Samtök um betri byggð hafa gefið út handbók í skipulagsmálum handa kjósendum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardag. Bókin er gefin út á netinu og þar gefst kjósendum kostur á að átta sig á mikilvægustu þáttum skipulagsmála í kosningunum.

„Skipulagsmálin skipta öllu máli því þau snerta hvern einasta íbúa," segir Sverrir Bollason, verkfræðinemi og einn stjórnarmanna í samtökunum.

Eitt af málunum sem samtökin leggja áherslu á er að þétta byggðina í borginni. „Undanfarin 50 ár hefur borgin nánast eingöngu verið byggð upp í úthverfunum og við viljum ekki að það verði eini kosturinn áfram með tilheyrandi aukinni bílaumferð eins og verið hefur."

Sverrir segir mikilvægt að bjarga miðbænum með því að fá þangað íbúa og þá um leið þjónustu, verslanir og vinnustaði. Þétting byggðar minnki þörfina fyrir akstur langar leiðir um borgina. "Samskiptin eru greiðari ef styttra er að fara og í því felst mikill efnahagslegur sparnaður. Við spörum orku, drögum úr umferð, minnkum slysahættu og fáum fólk í borgina í stað eintómra bíla. Eins og borgin er nú er erfitt að ganga á milli, taka strætó eða hjóla."

Mikilvægt að læra af Hringbrautinni

Hann segir að það vanti gott íbúðarhúsnæði í eða nálægt miðborginni og Vatnsmýrin sé frábær staður fyrir hana. Þar geti verið 25.000 manna byggð ef Reykjavíkurflugvöllur fari burt. Nýja Hringbrautin kljúfi reyndar þetta svæði. „Við vorum mjög á móti nýju Hringbrautinni sem flestir telja nú mistök en töluðum fyrir daufum eyrum þegar hún stóð fyrir dyrum. Við teljum hins vegar mjög mikilvægt að læra af mistökunum og skipuleggja borgina þannig að hún verði borg með mannlífi en ekki bara bílaborg."

http://hi.is/~sverrirb/neytendahandbok.pdf

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »