Yfirlýsing frá Þórólfi Árnasyni

Morgunblaðinu hefur borist yfirlýsing frá Þórólfi Árnasyni, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík þar sem hann segist treysta Degi B. Eggertssyni best til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík nú að loknum kosningum.

  Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hef ég verið spurður hvernig maður Dagur B. Eggertsson er og hvort ég treysti honum í hið vandasama verkefni að verða borgarstjóri í Reykjavík.

  Ég vil hér með svara þeim er þess spyrja:

  Dagur B. Eggertsson var sá borgarfulltrúi sem ég starfaði nánast með í þremur mikilvægustu umbótaverkefnum sem ég stýrði á þeim tveim árum sem ég gegndi starfi borgarstjóra í Reykjavík. Hann var þá formaður stjórnkerfisnefndar og formaður Höfuðborgarstofu.

  Þessi þrjú verkefni sem ég nefni hér voru í fyrsta lagi stjórnkerfisbreyting og skipun 13 æðstu embættismanna borgarinnar, í öðru lagi innleiðing þjónustumiðstöðva í öllum borgarhverfum og í þriðja lagi ný og endurbætt ferðamálastefna fyrir Reykjavíkurborg.

  Öll þessi verkefni vann Dagur B. Eggertsson af mikilli samviskusemi og sýndi frumkvæði og ábyrgð. Hann er heill og sannur. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur.

  Ég treysti Degi B. Eggertssyni best til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík nú að loknum kosningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »