Sjálfstæðismenn dala og Samfylking hækkar samkvæmt könnun Fréttablaðsins

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar heldur og fylgi Samfylkingarinnar eykst, samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokkanna í Reykjavík. Samkvæmt könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 7 borgarfulltrúa, Samfylkingin 5, Vinstrihreyfingin-grænt framboð 2, Frjálslyndi flokkurinn 1 og Framsóknarflokkurinn engan.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 43,2%, fylgi Samfylkingarinnar 31,7%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 13%, fylgi frjálslyndra 7,6% og fylgi Framsóknarflokks 4,5%.

mbl.is