Ánægð með að fá tvo menn

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægð með það að við erum komin með tvo menn örugglega inn," sagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, eftir að fyrstu tölur lágu fyrir. Samkvæmt þeim ná Vinstri grænir tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Svandís sagði að Vinstri grænir hefðu greinilega verið að bæta við sig fylgi alla kosningabaráttuna. „Það staðfestir það að okkar málflutningur á hljómgrunn meðal borgarbúa. Mér finnst frábært að finna það." Aðspurð sagðist Svandís vera vongóð um að ná inn þriðja manninnum þegar líða tekur á kosningakvöldið. „Við eigum töluvert inni meðal þeirra sem er erlendis," sagði hún meðal annars og vísaði til utankjörfundaratkvæðanna. „Ég hef haft fregnir af því að við séum með mikinn stuðning þar."
mbl.is