„Athyglisvert hversu fylgi Framsóknarflokks hrapar“ segir oddviti vinstri-grænna í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson. mbl.is

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti vinstri-grænna í Kópavogi, segir það vekja athygli hversu mikið Framsóknarflokkurinn hrapi í fylgi miðað við nýjustu tölur og góðan árangur síns flokks að nær tvöfalda fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. „Það er grundvallaratriði að við náum að festa okkur í sessi í Kópavogi með mann og ég vona að Framsóknarflokkurinn hugsi sig alvarlega um áður en þeir láta Sjálfstæðisflokkinn ganga endanlega frá sér,“ sagði Ólafur um ellefuleytið í kvöld.

„Auðvitað hefðum við gjarnan viljað ná öðrum manni að en við náum að festa okkur í sessi með einn mann.“ Ólafur segir sína flokksmenn óskaplega ánægða með fylgið og telur það hafa skilað sér að tala fyrir málefnum barna, fjölskyldna og aldraðra. Greinilegt sé að framsóknarmenn séu ekki að njóta ávaxta af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert