Oddviti Frjálslynda flokksins kaus í Breiðagerðisskóla

Ólafur F. Magnússon fyrir framan Breiðagerðisskóla í dag ásamt fjölskyldu …
Ólafur F. Magnússon fyrir framan Breiðagerðisskóla í dag ásamt fjölskyldu sinni. mbl.is/Eyþór Árnason

Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista F-lista frjálslyndra og óháðra, kaus í Breiðagerðisskóla í morgun ásamt fjölskyldu sinni. Sl. kjörtímabil hefur Ólafur verið eini borgarfulltrúi frjálslyndra í Reykjavík en hann stefnir á að ná inn Margréti Sverrisdóttur með sér, en hún skipar annað sæti listans.

mbl.is