„Stutt í að sjötti maður Sjálfstæðisflokks felli fjórða mann Samfylkingar“ segir Gunnar Birgisson

Sjálfstæðismenn í Kópavogi taka á móti Gunnari Birgissyni á kosningavöku …
Sjálfstæðismenn í Kópavogi taka á móti Gunnari Birgissyni á kosningavöku í kvöld. mbl.is/Einar Falur

Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri, á von á því að flokkurinn hljóti fylgi upp á 45- 48% og segist halda að það endi í 46%. „Það er mjög stutt í það að sjötti maður Sjálfstæðisflokksins felli fjórða mann Samfylkingar,“ sagði Gunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins um hálfellefuleytið í kvöld.

Eftir eigi að telja utankjörfundaratkvæði og reynsla undanfarinna kosninga sýni að flokkurinn nái inn fjölda atkvæða þar. Varðandi samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks nú segir Gunnar samanlagt fylgi flokkanna nú 57,5%, miðað við fyrstu tölur. „Ég held að þetta náist á vafaatkvæðum.“

mbl.is