Svandís kaus í Hagaskóla

mbl.is/Eyþór
Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, kaus í Hagaskóla um hádegisbil í dag, ásamt Torfa Hjartarsyni, eiginmanni sínum og börnum þeirra, Tuma og Unu. Samkvæmt skoðanakönnunum fær flokkurinn tvo borgarfulltrúa, Svandísi og Árna Þór Sigurðsson, núverandi borgarfulltrúa.
mbl.is