Óformlegar viðræður um nýjan meirihluta í Reykjavík

Óformlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í Reykjavík hafa staðið í allan dag milli allra flokka. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagðist í fréttum Útvarps hafa rætt við flesta forystumenn flokkanna í borgarstjórn í dag.

Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir hittust á fundi í dag þar sem farið var yfir málin. Hafði Útvarpið eftir heimildarmönnum, að flokkarnir tveir komi til með að einbeita sér að meirihlutaviðræðum næstu sólarhringana og á meðan verði viðræður við aðra flokka settar í salt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert