Talningu lokið í Kópavogi

mbl.is/KG

Talningu atkvæða er lokið í Kópavogi og náði Sjálfstæðisflokkur ekki hreinum meirihluta. Meirihlutinn í bænum heldur þó því Framsóknarflokkurinn fær einn mann. Alls greiddu 14.930 atkvæði og skiptust þau þannig; Framsóknarflokkur fékk 12% og einn bæjarfulltrúa. Sjálfstæðismenn fá 44,3% og 5 bæjarfulltrúa, Samfylking fær 31,1% og 4 fulltrúa, Vinsti grænir fá 10,4% og einn mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert