Kemur á óvart að Framsókn velji gamla hjólfarið - segir Dagur

Dagur B. Eggertsson er hissa á að Framsókn hafi leitað ...
Dagur B. Eggertsson er hissa á að Framsókn hafi leitað í „gamla hjólfarið". mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Samstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur kemur Degi B. Eggertssyni á óvart. „Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi staðið frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar samstarfi með nýjabrumi og deiglu þar sem jafnræði væri á milli flokka og hins vegar gamla hjólfarið og það kemur mér á óvart að það hafi orðið fyrir valinu," sagði Dagur í samtali við fréttastofu RÚV.
mbl.is