Leitað eftir viðræðum við VG

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, setti sig í samband við oddvita framsóknarmanna og vinstri grænna í gær. Hann mun m.a. hafa leitað eftir viðræðum um meirihlutasamstarf við VG, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna, segist hins vegar telja eðlilegt að þeir flokkar, sem hafi stöðvað sókn Sjálfstæðisflokksins í borginni, ræði saman og kanni möguleika á samstarfi.

Aðspurð um hugsanlegt samstarf vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks segir hún að málefnin skipti mestu og að ekkert sé sjálfgefið í því sambandi.

Björn Ingi Hrafnsson segir að framsóknarmenn útiloki ekki samstarf með neinum og hann hafi látið fulltrúa hinna flokkanna vita af því. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var áfram samband á milli Vilhjálms Þ. og Björns Inga í gær, eftir að viðræður sjálfstæðismanna og frjálslyndra hófust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert