Sjálfstæðismenn ræða við framsóknarmenn

Oddvitar flokkanna í Reykjavík bíða eftir tölum á laugardagskvöld.
Oddvitar flokkanna í Reykjavík bíða eftir tölum á laugardagskvöld. mbl.is/ÞÖK
Verið er að ganga frá samstarfi sjálfstæðismanna og framsóknarmanna um myndun meirihluta í Reykjavík, samkvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðins. Verður það nánar kynnt á blaðamannafundi klukkan 17 í dag. Viðræður voru milli Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins um meirihlutasamstarf í borgarstjórn í gær en sjálfstæðismenn slitu þeim eftir hádegið í dag.
mbl.is