Frjálslyndir og Nýtt afl í samstarf

Viðræður hafa farið fram milli forustumanna Frjálslynda flokksins og forustumanna samtakanna Nýs Afls. Stefnuskrár og sjónarmið hvors aðila um sig hafa verið skoðaðar og er niðurstaðan sú að þrátt fyrir ákveðin áherslumun í einstökum málum þá sé ekkert stefnulega til fyrirstöðu þess að samstaða náist á milli fólks, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Í framhaldi af þessu hefur forusta Nýs Afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og stjórnin hvetji félagsmenn í Nýju Afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Þannig muni fólk í Frjálslynda flokknum og Nýju Afli snúa bökum saman til öflugrar sóknar gegn misskiptingu í þjóðfélaginu, pólitískri spillingu, sérhagsmunum og síðast en ekki síst til baráttu fyrir að náttúruauðlindir verði í almannaþágu og til nýtingar og eignar þjóðarinnar," samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is