Femínistar vilja fleiri konur á þing

Áskorun frá atvinnu og stjórnmálahópi Femínistafélags Íslands.

„Hinn 12. maí 2007 munu landsmenn kjósa til Alþingis. Stjórnmálaflokkarnir eru í óða önn að undirbúa prófkjör sín og uppstillingar. Ástæða þykir til að vekja athygli á því að enn er hlutur kvenna á þingi of lítill. Af þeim sökum vill atvinnu- og stjórnmálahópur Femínistafélags Íslands koma eftirfarandi áskorunum á framfæri. p> Við skorum á þá stjórnmálaflokka sem hafa ekki myndað sér skýra stefnu um aukin hlut kvenna á framboðslistum að hefjast strax handa og veita konum jafnan sess á við karla.

Við skorum á konur að bjóða sig fram til setu á efstu sætum lista stjórnmálaflokkanna.

Við skorum á konur jafnt sem karla að kjósa konur í efstu sæti framboðslista.

Við skorum á þingmenn þá einkum og sér í lagi þingkonur allra flokka að beita sér fyrir því að jafn réttur beggja kynja til setu á Alþingi verði tryggður með lögum," að því er segir í áskorun Femínistafélagsins.

mbl.is