Pétur Árni gefur kost á sér í 5. sæti

Pétur Árni Jónsson
Pétur Árni Jónsson

Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Pétur Árni er Seltirningur, stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og starfar sem skattaráðgjafi með laganámi við Háskóla Íslands.

Tíu frambjóðendur skiluðu inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út, en kjörnefnd óskaði hinsvegar eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk, að því er segir í tilkynningu.

Pétur Árni hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann situr í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi, hefur verið formaður Baldurs - félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, sat í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og hefur verið bæði gjaldkeri og framkvæmdastjóri SUS, varaformaður Varðbergs – félags um vestræna samvinnu, sat í stjórn Hitaveitu Seltjarnarness, situr í Félagsmálaráði Seltjarnaress og er varamaður í Umferðarráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert