Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins

Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar á blaðamannafundi fimmtudaginn s.l.
Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar á blaðamannafundi fimmtudaginn s.l. mbl.is/Brynjar Gauti
Íslandshreyfingin-lifandi land myndi hljóta 5% atkvæða væri gengið til alþingiskosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ómar Ragnarsson, formaður flokksins, segir niðurstöðurnar ánægjulegar. Íslandshreyfingin hlýtur fleiri atkvæði en Frjálslyndi flokkurinn, sem mælist með 4,4%. Framsóknarflokkur er með 9,4%, Sjálfstæðisflokkur með 36,1%, Samfylkingin með 21% og Vinstrihreyfingin-grænt framboð með 23,3%.
mbl.is