Sjálfstæðismenn í sjokki

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins bað Hallgrím Helgason rithöfund og aðra mótmælendur að gefa forsætisráðherra og flokknum tilfinningalegt svigrúm eftir að Geir H. Haarde greindi frá í Valhöll að hann hefði greinst með krabbameinsæxli og myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde vill boða til kosninga níunda maí en landsfundi flokksins verður jafnframt frestað.

Ragnheiður sagði að fundarmenn á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins væru í sjokki. Sjá MBL sjónvarpi. Mótmælendur yfirgáfu planið fyrir framn Valhöll og héldu niður á Austurvöll þar sem mótmæli gegn ríkisstjórninni halda áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina