Geir til Bessastaða klukkan 16

Ólafur Ragnar Grímsson og Geir H. Haarde þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks …
Ólafur Ragnar Grímsson og Geir H. Haarde þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð í maí 2007.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ganga á fundi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 16 og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Geir skýrði  í Alþingishúsinu eftir fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, að ákveðið hefði verið að slíta stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina