Sett fram til að knýja fram stjórnarslit

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen. mbl.is/Ómar

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Sjónvarpið að krafa Samfylkingarinnar um forsætisráðherraembætti í ríkisstjórninni hefði verið sett fram til að knýja fram stjórnarslit.

Árni sagði ástæðuna þá, að ágreiningur hafi verið innan Samfylkingarinnar um hvort halda ætti áfram stjórnarsamstarfinu eða ekki. Flokkurinn hljóti að hafa vitað, að aldrei yrði fallist á þessa kröfu af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

Hann segist vonast til þess að ekki verði upplausnarástand þrátt fyrir stjórnarslit. Sagðist Árni telja, að þjóðstjórn sé eini raunhæfi möguleikinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert