Flokksformenn til Bessastaða

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar

Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, komu til Bessastaða á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í morgun. Fundurinn var boðaður klukkan 11 en Ingibjörg Sólrún kom þangað 5 mínútur yfir.

Gert er ráð fyrir að Ólafur Ragnar feli þeim að mynda minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknarflokksins og hugsanlega Frjálslynda flokksins. Sú stjórn starfi fram að alþingiskosningum í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina