Ný ríkisstjórn á morgun

Jóhanna Sigurðardóttir, tilvonandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, væntanlegur fjármálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir, tilvonandi forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, væntanlegur fjármálaráðherra, mbl.is/Árni Sæberg

Ný ríkisstjórn verður ekki mynduð í dag heldur á morgun. Að sögn Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, verða þingflokksfundir Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins haldnir klukkan 10 í fyrramálið og flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar er boðaður klukkan 11.

Blaðamannafundur þar sem málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur á blaðamannafundi í kjölfarið, væntanlega í hádeginu á morgun, samkvæmt heimildum mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert