Bjarni staðfestir framboð

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns flokksins á komandi landsfundi, sem haldinn verður í mars. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Bjarni hefur lengi verið orðaður við formannsembættið, ekki síst eftir að Geir H. Haarde fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Bjarni er sá fyrsti sem tilkynnir um framboð, en vangaveltur hafa einnig verið uppi um ýmsir aðrir séu líklegir kandídatar, s.s. Guðlaugur Þór Þórðarson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert