Breytingar á yfirstjórn ráðuneyta

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skipt verður um yfirstjórn Seðlabanka Íslands og lögum um Seðlabankann breytt þannig að skipaður verði einn seðlabankastjóri sem ráðinn verður á faglegum forsendum, samkvæmt verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.

Ráðist á í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu til að tryggja markvissa framkvæmd efnahagsaðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjármálakerfi landsins.

Komið verður á fót peningastefnuráði sem fari með ákvarðanir um beitingu allra stjórntækja bankans, þ.e. stýrivaxta, bindiskyldu og lausafjárreglna. Hafin verður endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. 

Skipuð verður ný yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins og gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ráðuneyta. Erlendir sérfræðingar verða fengnir til starfa til að liðsinna Fjármálaeftirlitinu.

Kannað verður hvort og hvernig megi styrkja lagaheimildir til að unnt verði að kyrrsetja eignir ef slíks er þörf til að tryggja hagsmuni þjóðarbúsins, að virtum ákvæðum stjórnarskrárinnar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert