Fer yfir ákvörðun um kvóta

Steingrímur J. Sigfússon þegar hann kom til Bessastaða í dag.
Steingrímur J. Sigfússon þegar hann kom til Bessastaða í dag. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, nýr ráðherra fjármála, sjávarútvegs og landbúnaðar, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að farið verði yfir ýmislegt varðandi kvótakerfið. Gagnlegt geti verið að breyta ýmsu, t.d. að meira verði unnið af sjávarafla í landinu í stað þess að flytja hann út óunnin. 

Einnig kvaðst Steingrímur ætla að fara yfir ákvarðanir sem gerðar voru skömmu fyrir stjórnarskiptin hvað varðar aukningu á afla á þessu ári og eins næsta ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert