Skoðar heimildina um hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra fjármála, sjávarútvegs- og landbúnaðar, hefur beðið um gögn um forsendur ákvörðunar Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar. Steingrímur hyggst skoða lagalega stöðu málsins.

„Það er alveg ljóst að við vorum lítið hrifin af að fráfarandi sjávarútvegsráðherra tæki svona stóra og umdeilda pólitíska ákvörðun á sínum síðustu klukkustundum í embætti,“ segir Steingrímur sem jafnframt hyggst skoða úthlutun á þorskkvóta.

„Ég ætla að skoða hvernig það rímar við venjulegt vinnuferli
á grundvelli ráðgjafar frá Hafró að boða auknar veiðar á næsta fiskveiðiári fyrirfram.“
 

mbl.is