Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi

Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds mbl.is

Á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrr í dag var samþykkt að halda opið prófkjör laugardaginn 14. mars nk. Framboðsfrestur til að gefa kost á sér rennur að öllum líkindum út 20. febrúar.

Allir núverandi þingmenn kjördæmisins hyggjast gefa kost á sér áfram. Samkvæmt heimildum mbl.is má búast við því að a.m.k. fjórir gefi kost á sér í fyrsta sætið, þ.e. þeir Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Eyþór Arnalds og Kjartan Ólafsson.Nú þegar hafa 15 manns lýst áhuga sínum á því bjóða sig fram, en alls buðu 13 sig fram í síðasta prófkjöri árið 2006. Meðal þeirra sem þegar hafa gefið kost á sér eru: Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, Íris Róbertsdóttir kennari í Vestmannaeyjum, Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari í Reykjanesbæ, Árni Árnason, blaðamaður í Reykjanesbæ og Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum. 

Þess má geta að ungir Sjálfstæðismenn í kjördæminu hvöttu á fundinum eindregið til endurnýjunar í framvarðasveitinni og lögðu fram ályktun þessa efnis. 

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen mbl.is/Kristinn
Árni Johnsen
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert