Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

Jón Magnússon, alþingismaður, sem verið hefur utan flokka eftir að hann sagði sig nýlega úr Frjálslynda flokknum,  hefur nú gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, að því er kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 

Segir blaðið að Jón hafi nú síðdegis setið þingflokksfund sjálfstæðismanna. Jón var varaþingmaður flokksins á árunum 1984–1988, þó með hléum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina