Guðlaugur Þór vill í 1. sæti

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer dagana 13. og 14. mars næstkomandi.

Í tilkynningu frá Guðlaugu Þór segir, að sjálfstæðismenn gangi til kosninga með jákvæðum huga og vilji vinna að uppbyggingu og móta framtíðarsýn í anda þess öfluga hóps sem í flokknum starfi. Segist Guðlaugur Þór hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og sé sannfærður um að úr prófkjörinu verði til trúverðugur og öflugur kjarni sem leiðir flokkinn til sigurs í næstu alþingiskosningum.

Guðlaugur Þór segist hafa lýst þeirri skoðun sinni að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi og eigi að horfast í augu við ábyrgð sína á þeirri efnahagskreppu sem þjóðin standi frammi fyrir. Flokknum beri að læra af mistökunum og á grundvelli þess að útfæra haldbærar úrlausnir til nýrrar sóknar í íslensku efnahagslífi.

Vefsíða Guðlaugs Þórs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert