Seðlabankalög á dagskrá þingsins í dag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þriðja umræða um seðlabankafrumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag en þingfundur á að hefjast klukkan 13:30. Raunar er dagskrá þingfundar í dag að mestu sú sama og átti að vera í gær en þá var þingfundi slitið síðdegis eftir að honum hafði verið frestað þrívegis og engin mál voru rædd.

Fundur hefur verið boðaður í viðskiptanefnd Alþingis klukkan 8:30. Nefndin hefur seðlabankafrumvarpið til meðferðar en í gær var samþykkt með fjórum atkvæðum sjálfstæðismanna og einu atvæði framsóknarmanns að bíða með að afgreiða frumvarpið úr nefndinni þar til niðurstaða liggur fyrir í nefnd Evrópusambandsins, sem fjallað hefur um lagaumhverfi á fjármálamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina