Taugaveikluð ríkisstjórn

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að tefja seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar ef það dregst að nefnd Evrópusambandsins um breytingar á regluverki um aeðlabanka skili tillögum sínum. Hann segir ekki ásættanlegt að málið tefjist um meira en viku vegna þessa.

Höskuldur segir ríkisstjórnin sé orðin taugaveikluð og Össur Skarphéðinsson, sá orðvari og málefnalegi ráðherra, sé farinn að ætlast til þess að menn fylgi flokkslínu en ekki sannfæringu sinni.

Höskuldur segir að Samfylkingin sé að nota málið sem yfirvarp þar sem ekki hafi gengið sem skyldi að koma á efnahagsumbótum. Það séu engin ómálefnalög rök á bak við þetta mál.  Það sé alrangt að skýrslan hafi enga þýðingu og segist ekki hafa farið fram úr sér. Hann hafi margsagt að það þurfi að hraða því að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum, það megi þó ekki vera á kostnað skynsemi og faglegra vinnubragða.

Líklegt er að skýrslan verði gerð opinber á morgun og hægt verði að taka málið fyrir í Viðskiptanefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina