Kristinn H. genginn í Framsókn?

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. mbl.is/Ómar

Fullyrt er, að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður og eiginkona hans, Elsa Friðfinnsdóttir, hafi gengið í Framsóknarflokkinn í gærkvöldi. Kristinn vildi í dag ekki staðfesta þetta en sagði að von væri á yfirlýsingu frá sér síðar í dag.

Á fréttavefnum feyki.is  segir er haft eftir heimildum að Kristinn ætli að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann var á sínum tíma þingmaður þess flokks í kjördæminu. Kristinn sagði sig síðar úr flokknum og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn. Hann sat á þingi fyrir flokkinn fram á fimmtudag en gekk þá úr honum.

Mbl.is ræddi við Kristinn fyrr í dag og þá vildi hann ekki greina frá ákvörðun sinni. „Það er komin niðurstaða sem ég er mjög sáttur við,“ sagði hann hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert