Ríkisstjórnin fengi meirihluta á þingi: Samfylking vex

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samtals 37 alþingismenn ef niðurstöður alþingiskosninga yrðu í samræmi við niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV.

Samfylkingin mælist nú með 31,1% fylgi og fengi 21 þingmann. Flokkurinn hefur bætt við sig nær tíu prósentustigum frá könnun í byrjun ársins.

Sjálfstæðisflokkur mælist nú með 26,2% fylgi og fengi 17 þingmenn. VG mælist með 24,6% og fengi 16 þingmenn.

Framsóknarflokkur mælist með 12,8% og fengi 8 þingmenn. 

Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 2,9% fylgi, Íslandshreyfingin mælist með 1,6% fylgi og þeim sem ætla að kjósa „annan flokk“ hefur fækkað mjög og mældust aðeins 0,7% svarenda í þeim flokki.

Yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við niðurstöður þessarar fylgiskönnunar yrði skipting alþingismanna þannig að Samfylkingin fengi 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkur fengi 17 þingmenn, VG fengi 16 þingmenn, Framsóknarflokkur 8 þingmenn og Frjálslyndi flokkurinn fengi einn þingmann. Aðrir stjórnmálaflokkar næðu ekki manni inn á þing. Samkvæmt þessari niðurstöðu myndi núverandi ríkisstjórn njóta trausts þingmeirihluta 37 alþingismanna.

Niðurstöður könnunarinnar um fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu eru annars vegar fengnar úr netkönnun og hins vegar úr símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 16.-24. febrúar.

Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Úrtakið var alls 2.161 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 63,2%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert