Steingrímur J. efstur í NA

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er lokið og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti, samkvæmt tilkynningu frá Vinstri grænum.

Frambjóðendur raðast þannig:
1.      Steingrímur J. Sigfússon
2.      Þuríður Backman
3.      Björn Valur Gíslason
4.      Bjarkey Gunnarsdóttir
5.      Þorsteinn Bergsson
6.      Hlynur Hallsson
7.      Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir
8.      Jóhanna Gísladóttir

Vegna reglna um kynjajafnrétti á listum Vinstri grænna færist Dýrleif Skjóldal upp fyrir Hlyn Hallsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina