Magnús Þór stefnir á formanninn

Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Frjálslynda flokknum, á landsþingi flokksins sem haldið verður í Stykkishólmi 13. og 14. mars. Magnús Þór, sem er núvaraformaður Frjálslynda flokksins varð í 4. sæti í póstkosningu hjá Frjálslynda flokknum í NV-kjördæmi nýverið.

Auk Magnúsar Þórs hefur Guðjón Arnar Kristjánsson óskað eftir endurkjöri en eins er Guðni Halldórsson í framboði til formanns flokksins.

„Með þessu vil ég leggja mitt af mörkum til freista þess að ná flokknum upp úr þeirri graf alvarlegu stöðu sem hann er í nú um stundir. Nú, þegar sex vikur eru til alþingiskosninga mælist fylgi hans ítrekað aldrei lægra í skoðanakönnunum. Nýjasta könnun Gallup sem birt var í morgun mælir það 1,6 prósent. Augljóst er að fari sem horfi nú, þá muni flokkurinn ekki eiga neina von um að ná fólki á þing. Slíkt yrði mikil synd. Frjálslyndi flokkurinn hefur staðið fyrir mörgum góðum málum sem eiga hiklaust erindi við þjóðina.

Á undanförnum sex árum hef ég öðlast dýrmæta reynslu í störfum mínum innan stjórnmála sem fulltrúi Frjálslynda flokksins.  Ég hef starfað sem alþingismaður og þingflokksformaður í eitt kjörtímabil, sem sveitarstjórnamaður og sinnt ótal trúnaðarstöðum fyrir flokkinn, bæði innan hans og utan," að því er segir í tilkynningu frá Magnúsi Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina