Íslandshreyfingin orðin hluti Samfylkingarinnar

Ómar Ragnarsson í ræðustóli á landsfundi Samfylkingarinnar.
Ómar Ragnarsson í ræðustóli á landsfundi Samfylkingarinnar.

Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, segir jafnrétti og jafnaðarstefnuna vera aðalatriði hreyfingarinnar innan Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í ræðu hans á landsfundi flokksins nú fyrir stuttu. Samþykkt var á fundinum að Íslandshreyfingin - lifandi land, yrði hluti af Samfylkingunni.

„Jafnréttið verður líka að ríkja milli kynslóðanna. Frelsi okkar má ekki svipta ókomnar kynslóðir sínu frelsi.“ Þannig yrði að stuðla að sjálfbærri þróun.

Ósnotrir menn

Guðmundur Andri Thorsson talaði einnig á fundinum.  Hann gagnrýndi auðmenn Íslands og sagði þá hafa tekið „skortstöðu á smekk og almennu velsæm. Þeir hafa gert allt sem ósnotur maður er sagður gera í Hávamálum.“

Samfylkingin myndi nú stefna að áframhaldandi ríkisstjórn með „félögum okkar“ í Vinstri grænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert