Þolinmæði framsóknarmanna þrotin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að þolinmæði framsóknarmanna gagnvart minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sé þrotin. Of stutt sé þó til kosninga til að valda óvissu og stjórnleysi.

Þetta kom fram í þættinum Morgunvaktinni á Rás 1 í dag. Þar baðst Sigmundur Davíð afsökunar fyrir hönd Framsóknarflokksins á því hvernig staðið var að einkavæðingu ríkisbankanna fyrir nokkrum árum. 

mbl.is