Ömurlegar fréttir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fréttir um styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins séu ömurlegar. Það hafi verið siðlaust að taka við slíkum styrkjum rétt eftir lagasetningu um hið gagnstæða og með öllu óskiljanlegt að slíkt hafi gerst.

„Flokkurinn minn stendur á alvarlegum tímamótum og samhliða því að við förum í uppgjör við fortíðina af því er við töldum, sum að minnsta kosti, af heiðarleik og hreinskilni þá kemur þetta í ljós. Kannski bara gott að það birtist nú en ekki seinna.  En það hlýtur að vera skýlaus krafa að ekkert verði nú undanskilið, allt og þá meina ég allt ekki bara sumt, verður að líta dagsins ljós," segir Ragnheiður á bloggsíðu sinni.

Bloggsíða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur

mbl.is