Lýsa stuðningi við Guðlaug

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og fyrrum heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar

Formenn þrettán sjálfstæðisfélaga í Reykjavík hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann og furðu á því að nafn hans skuli hafa verið sérstaklega  dregið inn í umræðu um styrkveitingar til flokksins árið 2006.

Yfirlýsing þeirra fer í heild hér á eftir:

„Undirritaðir formenn Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir fullum stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.

Við lýsum furðu okkar á þeim málatilbúnaði sem verið hefur í kringum fjáraflanir á vegum Sjálfstæðisflokksins og því hvernig nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið dregið inn í þá umræðu.

Það liggur fyrir hverjir tóku á móti umræddum styrkjum og hverjir samþykktu þá af hálfu flokksins.

Þáverandi forysta Sjálfstæðisflokksins bar ábyrgð á því að styrkirnir voru samþykktir.

Guðlaugur Þór Þórðarson kom þar hvergi nærri og því hljóta að vera annarleg sjónarmið að baki því að draga hann inn í þá umræðu.

Við hvetjum nýkjörna flokksforystu til að leiðrétta þann rógburð sem Guðlaugur Þór hefur orðið fyrir í fjölmiðlum síðustu daga.

Benedikt Geirsson

Björn Gíslason

Hafsteinn Valsson

Hólmar Þór Stefánsson

Jón Arnar Tracey Sigurjónsson

Jón Kári Jónsson

Kári Sölmundarson

Ólafur Rúnar Jónsson

Óttarr Guðlaugsson

Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir

Sigurður Pálsson

Theodór Bender

Torfi Kristjánsson"

mbl.is